Golfsamband Íslands

Hlutverk

Golfsamband Íslands er leiðandi og sameinandi afl innan golfhreyfingarinnar á Íslandi og er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Golfsambandið er fulltrúi golfhreyfingarinnar á erlendum vettvangi. Golfsambandið hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan hreyfingarinnar og eru meginskyldur þess gagnvart hinum almenna kylfingi, sem endurspeglast í eftirfarandi markmiðum.

Markmið

Vinna að framgangi og tryggja útbreiðslu íþróttarinnar. Efla samskipti innan golfhreyfingarinnar. Efla barna- og unglingastarf og stuðla að því að auka vægi fjölskyldunnar enn frekar innan golfíþróttarinnar. Stuðla að því að golfklúbbar landsins gangi í gegnum umhverfisvottun. Styðja við íþróttina sem afreksíþrótt með því að stuðla að því að íslenskir afrekskylfingar nái árangri á alþjóðavísu.

Stjórn GSÍ 2017-2019

Stjórn golfsambandsins er skipuð ellefu einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi. Stjórn og forseti eru kosin til tveggja ára í senn á golfþingi. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skipar í nefndir.

Gunnar K. Gunnarsson

Meðstjórnandi

Hulda Bjarnadóttir

Meðstjórnandi

Hörður Geirsson

Meðstjórnandi

Jón B. Stefánsson

Meðstjórnandi

Samstarfsaðilar

Valmynd