TEKJUR OG GJÖLD

Einföldun og sundurliðun tekna og gjalda úr ársreikningi

Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 4.900 krónur í félagagjald til Golfsambandsins og 100 kr. í grasvallarsjóð. Þótt kylfingur sé skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til Golfsambandsins og sér aðalklúbbur hans um að innheimta gjaldið. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins.

Árið 2018 skilaði félagagjaldið Golfsambandinu tæplega 75 milljónum í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 58 milljónir og fyrirtækjum upp á 65 milljónir. Tekjur sambandsins voru því tæplega 200 milljónir árið 2018.

Tekjur sambandsins af félagagjöldum lækkuðu um 1,5 milljón og tekjur frá samstarfsaðilum lækkuðu um 14 milljónir milli ára. En á móti jukust styrkir frá afrekssjóði ÍSÍ og öðrum opinberum aðilum um 25 milljónir.

Hér að neðan er einföldun og sundurliðun tekna og gjalda úr ársreikningi GSÍ fyrir árið 2018.

TEKJURUpphæð%
Félagagjöld og grasvallarsjóður75,055,49438%
Samstarfsaðilar og auglýsingar65,224,76033%
Styrkir58,594,30229%
Vaxtatekjur798,7150,4%
GJÖLDUpphæð%
Miðlar GSÍ41,512,04321%
Þátttaka í mótum, afrekskylfingar37,506,07519%
Stjórnunarkostnaður31,456,42716%
Tölvukerfi28,584,72715%
Mótahald 21,567,54211%
Þjálfun afrekssviðs13,063,2847%
Alþjóðaþátttaka6,669,2533%
Sjónvarpskostun6,000,0003%
Fræðsla og golfreglur5,615,7053%
Þjónusta við klúbba2,620,1391%
Framlög til samtaka1,513,0111%
Vaxtagjöld51,6170%
Valmynd