GOLFHREYFINGIN Í TÖLUM

0
kylfingar voru skráðir í 61 golfklúbb víðs vegar um landið 1. júli 2018
0
%
af heildinni eru karlkylfingar þar sem meðalaldur er 48 ár og meðalforgjöf 25.0
0
%
af heildinni eru kvenkylfingar þar sem meðalaldur er 52 ár og meðalforgjöf 35.0
0
%
af heildinni eru börn og unglingar 18 ára og yngri

Staða og þróun

Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Eftirspurnin í golf á síðustu árum hefur verið mikil.

Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 17.165 skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 150 kylfinga frá í fyrra. Stærð íþróttasambanda innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkenda. Knattspyrnusambandið er stærst með tæplega 23.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið með um rúmlega 17.000 félaga.

Eftirspurnin í golf á síðustu 18 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og því nær tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi fjölgun kylfinga verið um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 1%.

Fjöldi í golfklúbbum – staðan 1. júlí 2018

Klúbbur15 ára og yngri16 ára og eldri2018Aukakl.Breyting%
Samtals1875152901716515231411%
Golfklúbbur Reykjavíkur13329313064191-76-2%
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar525156520908580%
Golfklúbburinn Keilir1521133128549-56-4%
Golfklúbburinn Oddur541172122673171%
Golfklúbbur Mosfellsbæjar17995411338010210%
Nesklúbburinn3769973665528%
Golfklúbbur Akureyrar173539712237011%
Golfklúbbur Suðurnesja6144550618-36-7%
Golfklúbburinn Leynir8938247165613%
Golfklúbbur Vestmannaeyja6735342024-24-5%
Golfklúbburinn Setberg240540736164%
Golfklúbbur Selfoss4135839989164%
Golfklúbbur Öndverðarness1535236715110%
Golfklúbbur Þorlákshafnar2025027021-50-16%
Golfklúbbur Álftaness27219246334623%
Golfklúbbur Grindavíkur162182347136%
Golfklúbbur Hveragerðis1421422842-4-2%
Golfklúbburinn Kiðjaberg20198218120-2-1%
Golfklúbbur Ásatúns01991998-17-8%
Golfklúbburinn Flúðir218418665-10-5%
Golfklúbbur Borgarness915316222149%
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar151381533-12-7%
Golfklúbbur Sauðárkróks231281515107%
Golfklúbburinn Úthlíð0151151311713%
Golfklúbbur Sandgerðis21481503921%
Golfklúbburinn Vestarr114514642420%
Golfklúbbur Ísafjarðar81261343-30-18%
Golfklúbbur Húsavíkur6108114200%
Golfklúbburinn Hamar397010951111%
Golfklúbbur Fjallabyggðar24831076-1-1%
Golfklúbbur Hellu8899717-7-7%
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs24719521316%
Golfklúbbur Fjarðarbyggðar1969881-2-2%
Golfklúbburinn Mostri10778710-10-10%
Golfklúbbur Hornafjarðar086861-8-9%
Golfklúbbur Brautarholts46771203178%
Golfklúbbur Norðfjarðar462662-8-11%
Golfklúbbur Seyðisfjarðar1626320-2-3%
Golfklúbbur Bolungarvíkur1544596-7-11%
Golfklúbburinn Þverá Hellishólum2545611612%
Golfklúbburinn Jökull25254148%
Golfklúbburinn Dalbúi0434327-4-9%
Golfklúbburinn Glanni1414216-2-5%
Golfklúbbur Siglufjarðar041412411%
Golfklúbbur Byggðarholts238402721%
Golfklúbburinn Geysir112839325%
Golfklúbburinn Tuddi1323364-1-3%
Golfklúbbur Patreksfjarðar133341621%
Golfklúbbur Vopnafjarðar034343517%
Golfklúbburinn Vík033331213%
Golfklúbbur Bíldudals032322-4-11%
Golfklúbburinn Hvammur Grenivík426302-3-9%
Golfklúbburinn Ós030301-3-9%
Golfklúbbur Skagastrandar028284-15-35%
Golfklúbburinn Lundur0262627-2-7%
Golfklúbbur Hólmavíkur02525200%
Golfklúbburinn Húsafelli016167433%
Golfklúbbur Mývatnssveitar013132-3-19%
Golfklúbbur Staðarsveitar013130-2-13%
Golfklúbburinn Gljúfri010100225%
Golfklúbburinn Skrifla0449-18-82%

Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að aukningin er mest hjá kylfingum sem er u 60 ára og eldri en sá hópur stækkar um heil 7% milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks 30-49 ára og nemur fækkunin um 12%. Aukning er hjá börnum og unglingum á milli 10-19 ára um 3%.
Í dag eru 58% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi.

Forgjafarkerfið er þannig uppbyggt að forgjöf kylfinga á að endurspegla „mögulega besta árangur“ viðkomandi. Með öðrum orðum að á þeim degi detta púttin loksins niður og allt gengur upp. Samkvæmt þessu er litið á að ná 36 punktum sem óvenjulega gott skor. Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf í forgjafarflokkum 1 og 2 (til 11,4). Kylfingar með forgjöf frá 18.5 til 54 eru 70% allra kylfinga á landinu.

Gallup framkvæmir árlega neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að um 55.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba.

Kylfingar eftir kyn og aldri

 • Karlar
 • Konur

Forgjöf kylfinga

 • Undir 4,4
 • 4,5 til 11,4
 • 11,5 til 18,4
 • 18,5 til 26,4
 • 26,5 til 36,0
 • 36,1 til 54,0

Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup

 • Kylfingar í golfklúbbum
 • Áætlaður markhópur
 • Fjöldi kylfinga 15 ára og yngri
 • Fjöldi kylfinga 16 ára og eldri

Golfhreyfingin sett í samhengi

Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið eykur jákvætt á heilbrigði, hagkerfið og umhverfið. Yfir 60 milljónir manns leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4 milljónir kylfinga skráðir í klúbba. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt og atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum.

Samkvæmt árlegri skýrslu KPMG eiga fjögur helstu áherlsuatriðin fyrir almennan vöxt golfíþróttarinnar í Evrópu að vera. 1. Meiri hvatar til golfleiks fyrir háforgjafarkylfinga. 2. Frekari umbreytingar eða aðlögun golfvallanna. 3. Bætt félagsleg upplifun í golfklúbbum. 4. Þróunarverkefni fyrir yngri kylfinga

Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá endum við í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga. En ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.200 íbúa á hvern völl.

Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 9% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Tyrkland, Rússland og Grikkland eru með hæsta hlutfall barna- og unglinga í Evrópu. Við erum í 5.-10. sæti í Evrópu með 13% af öllum skráðum kylfingum hér á landi sem börn og unglingar.

Hér má sækja helstu stærðir í Excel (xls) skjali

ÁRSREIKNINGUR
TEKJUR OG GJÖLD
Valmynd