Golf Iceland var stofnað árið 2008 og hefur frá upphafi verið vistað hjá GSÍ. Stofnendur voru 10 golfklúbbar og 7 ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands. Tilgangurinn var að efla allt kynningar- og markaðsstarf tengt golfi á Íslandi gagnvart erlendum kylfingum og söluaðilum golfferða. Þetta hefur þannig verið frá upphafi sameiginlegt verkefni golfvallanna og ýmissa hagsmunaaðila í ferðaþjónustu.

0
Hringir voru leiknir af erlendum kylfingum.
0milljónir
Heildartekjur golfklúbba af erlendum kylfingum 2018

Fjármögnun starfseminnar samanstendur af árgjöldum félaga og svo stuðningi frá opinberum aðilum. Frá stofnun hefur golfhreyfingin sem slík greitt tæplega 40% af kostnaðinum og rúm 60% koma frá ferðaþjónustunni og opinberum aðilum.

Það skal áréttað að samtökin eru ekki sölusamtök. Þar fer ekki fram nein sala, enda hafa samtökin ekkert leyfi til slíks. Megniverkefnin eru kynningarmál þar sem meðlimir samtakanna eru fyrst og fremst kynntir og þeirra vara. Kynningin beinist að erlendum kylfingum almennt, einstökum söluaðilum golfferða svo og fjölmiðlakynning.

Þessi almenna kynning okkar er í reynd tvíþætt: Annars vegar gagnvart söluaðilum og kylfingum erlendis áður en þeir koma og vekja áhuga þeirra og síðan er með beinum auglýsingum og beinni dreifingu efnis til dvalarstaða ferðamanna reynt að koma okkar aðilum á framfæri við þá gesti sem eru komnir til landsins.

Golf Iceland hefur frá árinu 2010 verið aðili að alþjóðasamtökunum IAGTO, sem eru samtök söluaðila golferða. Í gegnum þessa aðild hafa meðlimir Golf Iceland aðgang að kynningar- og dreifikerfi IAGTO. Sérstakt Íslands vefsvæði er á vef IAGTO fyrir söluaðila innan samtakanna Þá er þessi vefur mikivæg dreifileið fyrir myndir, en þarna höfum við byggt upp myndabanka frá íslensku golfi, þar sem söluaðilar og fjölmiðlar sækja sér kynningarefni.

Golf Iceland hefur á þessum tíu árum tekið sex sinnum þátt í stærstu golfferðasýningu heims IGTM,sem haldin er árlega og sótt af fleiri hundruð söluaðilum golfferða um allan heim.

Eins og sést á fjölmiðlaumfjöllun í blöðum,sjónvarpi og í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum þá eru það ákveðin atriði sem oftar ná í gegn en önnur; t.d.miðnæturgolf, fjöldi valla, fjölbreytileikinn,tenging við náttúruna og svo sérkenni einstakra valla.

Þegar litið er til árangurs af þessu verkefni er eðlilega litið til aukningar á spili erlendra kylfinga á íslenskum völlum. Það verður að segjast eins og er að erfiðlega hefur gengið að fá meðlimi til að halda samanburðarhæfri tölfræði þessi ár. Sumir klúbbar halda mjög vel utan um þetta og hafa gert í mörg ár. Þannig eigum við grunnupplýsingar frá nokkrum meðlimum,sem hafa haldið utan um tölfræðina í nokkur ár. Sem betur fer eru þessi klúbbar bæði á höfuðborgarsvæðinu og landbyggðinni. Þá eru einnig í þessum viðmiðunarhópi bæði 18 og 9 holu vellir. Þessu til viðbóta höfum við einnig niðurstöður almennra kannana meðal erlendra ferðamanna um kaup þeirra á golfi.

Þegar litið er almennt til þeirrar tölfræði og kannana sem liggja fyrir hvað varðar erlenda ferðamenn þá hefur erlendum kylfingum sem hér spila fjölgað verulega á hverju ári og hægt að tala um tvöföldun á fáum árum.
Þó verður ekki fram hjá því litið að síðasta sumar varð samdráttur,sem á sér bæði veðurfarslegar skýringar svo og þær að þegar erlendir ferðamenn stytta dvöl sína hér og kaupa minni afþreyingu almennt vegna gengisþróunar og þar með talið golf.
Þrátt fyrir erfitt ár þá virðist þegar litið er til talna þeirra sem hafa samanburðartölur á milli ára svo og kannana að fjöldi spilaðra hringja erlendra kylfinga hafi orðið hliðstæður og árið 2016.

Sé það rétt má gera ráð fyrir að erlendir kylfingar hafi spilað allt að 10.000 hringi á íslenskum golfvöllum á þessu ári. Það er eftir miklu að slægjast þar sem gera má ráð fyrir að þessir 10.000 hringir hafi skilað viðkomandi klúbbum allt að 100 milljónum í tekjur. Til að ná í hluta af þessum auknu tekjum þarf að vera virkur í samtökunum, koma sér og sinni þjónustu á framfæri og ýta aðildina að IAGTO.

LANDSLIÐ
Valmynd